HALDA ÁFRAM (Carry On)

17.9. - 29.9.2022
Solo show, Gallery Port, Reykjavík, Iceland




HALDA ÁFRAM
Öll hlutverkin togast milli hlaðinna varða, skipta sér niður, þynnast.
Allir hattarnir staflast hver ofan á annan og mynda eina heildstæða veru, sem þarf að halda áfram. Á höttunum eftir nýjum, öðruvísi höttum. Á höttunum eftir færri höttum, sérstakari hlutverkum, ófáanlegum höttum eða jafnvel slíkum sem brjóta samfélagsleg lög. Svo margir hattar en aðeins eitt höfuð.
Ein marglaga sjálfsmynd.Hatturinn, þetta efsta lag mannbúningsins, sem hefur í augum nútímans orðið að sagnaminni, er útgangspunktur verka Auðar á sýningunni Halda Áfram. Hattarnir sem voru m.a. stöðutákn og lýstu starfi viðkomandi eða þeirri stétt sem þau tilheyrðu eru orðnir ósýnilegir en þeir eru þó enn til staðar eins og draugar. Í verkum Auðar á sýningunni má sjá skuggamyndir af útlínum ímyndaðra og raunverulegra hatta, sem mynda skúlptúríska formrænu. Auður notar hattinn sem leiðarljós að verkunum, einhverskonar lykil að tilfinningalegum dyrum sem opnast með mismunandi aðferðum. Áferð verkana endar stundum marglaga og þykk þar sem margar myndir geta leynst undir hverri og minna á hleðslu hlutverka fortíðarinnar.

Texti Auður Ómarsdóttir

CARRY ON
All the roles are bouncing off of loaded cairns, dividing themselves, dilluting. All the hats are stacking each on top of the other and forming one whole being, that needs to carry on. On the lookout for new hats, different hats. On the lookout for less hats, more unique roles, unavailable hats or even those that brake social norms or rules. So many hats but only one head. One multi-layered self portrait. The hat, this top layer of the human costume which has become an historical entity of a material belonging to tales of time gone by, is the theme of Auður’s works in the exhibition. The hats were i.a. a symbol of status in society or explained the occupation of the individual but now seem to have become invisible yet being there, like ghosts.

In the works in the exhibhition one can see shadow images of the outlines of real and imagined hats which form a sculptural connotation. Auður uses the hat as a key to unlock emotional doors which open different rooms. The surface of the works often times become thick and layered, explained by there being multiple images underneath the top layer,  reveiling the charged roles of the past.

Text by Auður Ómarsdóttir
©2024 Auður Ómarsdóttir