KASBOMM

16.9. - 15.10.2023
Solo show at Þula Gallery, Reykjavik, Iceland





Texti í sýningarskrá:

Ímyndum okkur kös, hrúgu sem minnir á eftirmála sprengingar sem er algerlega ófært að greiða úr. Þú þarft að fara í gegnum þessa kös því það er eitthvað undir henni sem þú þarfnast.
Til þess að ferðast í kringum eða í gegnum kösina þarftu að beygja líkama þinn og sveigja. Rökhugsun hjálpar ekkert við að greiða leiðina, í raun vinna hugsanir þínar gegn þér. Við þennan gjörning líkamans tapast hugmyndaauðgi á miðri leið og það dimmir yfir. Þú sérð minningar varpast sem þokukenndar myndir og reynir að átta þig á hvort þær séu raunverulegar eða hvort þær séu fyrirboðar. Þú heldur áfram. Réttara sagt; hendur þínar halda áfram. Þú finnur fyrir svefnleysinu og þú þarft að treysta því að hendur þínar hlýði sjálfvirkum taugaboðum heilans um að hreyfa sig og leiða þig í gegnum dyngjuna.

Þegar þú áttar þig á því að þetta er dagdraumur, og þú hefur setið í hægindastól í um klukkustund, finnur þú eitthvað í kviði þér hreyfast. Hreyfingarnar magnast og þú fylgir með, finnur fyrir nýrri orku. Þú ferð að sjá þversagnir í verkum þínum og efast eigið sjálfstæði. Þú áttar þig á því að þetta líf innan í þér stjórnar þér. Hugmyndir spretta fram á ný en eru þó breyttar, fjarlægar og hverfular. Þetta líf sem stjórnar þér talar í gegnum þig og segir:

KVISS BAMM BÚMM
þú ert KASBOMM
þú ert kösin, dyngjan, hrúgan sem ég hreiðra mig í hér er ég komin og hér mun ég vera fram á næsta ár hýsillinn minn
ég nærist á þér og hugmyndum þínum
lífsins elexír
við skulum saman stíga
en þó á mínum forsendum
þú mátt hlýða
þú mátt hýsa
kviss bomm kaaaaas
saman dönsum við þennan dans
við tvær

Text in handout:

Let’s imagine a pile, a mass that reminds us of the aftermath of an explosion which seems absolutely unmanageable to navigate through. You need to get through this heap because there is something underneath that you are missing. In order to move around or through this pile, you will need to bend and bow your body. Thinking will not aid you on this journey, in fact your thoughts will work against you. During this transformation of trusting only your body, imagination gets lost and darkness seems to take over your view.

You see memories being projected as foggy images and you try to figure out if they are actual or premonitions. You keep going. More precisely, your hands continue for you. You feel the lack of sleep and you need to trust that your hands will follow the automatic impulses of the nervous system to move and lead you through this heap.

When you realise you are daydreaming and have been sitting in a chair for an hour, you feel something moving in your abdomen. The movements magnify and you follow, feel the spur of new energy piercing your being. You start seeing contradictions in your work and you doubt your independence. You realise that this life inside of you controls you. Ideas enter your imagination again, yet they are changed, distant and unreachable. This life that controls you speaks through you and says:

KVISS BAMM BÚMM
you are KASBOMM
you are the pile, the mass, the heap in which I nest in here I’ve arrived and here I’ll be until next year my host
I feed off of you and your ideas
life’s elixir
together we shall stride
but on my terms though
you can obey
you can host
kviss bomm kaaaaas
together we shall dance this dance
you and me

©2024 Auður Ómarsdóttir