HALDA ÁFRAM (CARRY ON)
17.9-29.9.22, solo show, Gallery Port.Exhibition text, by Auður Ómarsdóttir.
HALDA ÁFRAM (english translation here)
Öll hlutverkin togast milli hlaðinna varða, skipta sér niður, þynnast.
Allir hattarnir staflast hver ofan á annan og mynda eina heildstæða veru, sem þarf að halda áfram. Á höttunum eftir nýjum, öðruvísi höttum. Á höttunum eftir færri höttum, sérstakari hlutverkum, ófáanlegum höttum eða jafnvel slíkum sem brjóta samfélagsleg lög. Svo margir hattar en aðeins eitt höfuð.
Ein marglaga sjálfsmynd.Hatturinn, þetta efsta lag mannbúningsins, sem hefur í augum nútímans orðið að sagnaminni, er útgangspunktur verka Auðar á sýningunni Halda Áfram. Hattarnir sem voru m.a. stöðutákn og lýstu starfi viðkomandi eða þeirri stétt sem þau tilheyrðu eru orðnir ósýnilegir en þeir eru þó enn til staðar eins og draugar. Í verkum Auðar á sýningunni má sjá skuggamyndir af útlínum ímyndaðra og raunverulegra hatta, sem mynda skúlptúríska formrænu. Auður notar hattinn sem leiðarljós að verkunum, einhverskonar lykil að tilfinningalegum dyrum sem opnast með mismunandi aðferðum. Áferð verkana endar stundum marglaga og þykk þar sem margar myndir geta leynst undir hverri og minna á hleðslu hlutverka fortíðarinnar.
























